top of page

HVAÐ ER Í BOÐI?

Markþjálfun, fyrirlestrar og námskeið fyrir einstaklinga og/ eða hópa undir 18 ára aldri.

FYRIR EINSTAKLINGA:

sem vilja og/ eða þurfa aðstoð og hvatningu til að

hámarka árangur sinn í vissum verkefnum og lífinu öllu.

 • Hverjar eru raunverulegar þarfir og langanir barnsins/ ungmennis?

 • Hvað þarf barn/ ungmenni að gera til þess að geta mætt þörfum sínum og löngunum?

Ávinningur er skýrari sýn, sterkari sjálfsmynd og meiri stjórn á eigin lífi.

Unnið með einstaklingum í einkatímum- augliti til auglits, í gegnum síma eða fjarfundarbúnað.

 • Verð fyrir 1-5 tíma 4800 kr. per tíma.

 • Verð fyrir 6-11 tíma 4400 kr. per tíma.

 • Verð fyrir 11 tíma og fleiri 3800 kr. per tíma.

FYRIR HÓPA:

 • Hópmarkþjálfun.

 • Sérsniðin námskeið út frá þörfum hvers og eins hóps td. bekkjar, vinahóps, árgangs, íþróttaliðs eða annað.

 • Sérhæfð námskeið eins og hér segir:

Besta útgáfan af mér-

Þátttakendur kafa í sjálft sig og skoða hvar þau hafa góða færni og hvar er skortur á færni og velta fyrir sér spurningum eins og:

 • Hvað get ég gert til að verða besta útgáfan af sjálfri/um mér?

 • Hvernig manneskja er ég/ vil ég vera?

 • Hvað hindrar mig í að upplifa drauma mina?

 • Hvað veitir mér gleði?

 • Hvað finnst mér erfitt og fleira.

Þátttakendur öðlast betri sjálfsþekkingu, sjálfstraust og skýrari sýn.

Áhrifarík framkoma og góð samskipti-

Þátttakendur fá fræðslu og æfingu í framkomu og ræðumennsku sem nýtist td. á samfélagsmiðlum, á skemmtunum, í vloggum og videoum, í atvinnuviðtölum og fleira.

 • Nemendur búa sér til ferilskrá með áherslu á styrkleika sína, reynslu, þekkingu og sérstöðu.

 • Nemendur setja gögn í skjal sem þau geta notað með umskóknum til náms og vinnu.

 • Nemendur æfa sig í að kynna sig út frá þessum upplýsingum á sinn hátt, sumir gætu sett þetta upp sem uppistand aðrir sem samtal eða ræðu.

Þátttakendur öðlast færni og öryggi í að koma fram og kynna sjálfan sig sem mikilvægan einstakling í heiminum- sem á sitt pláss og sinn rétt á að skína á sínum forsendum.

 

Markþjálfun-

Þátttakendur fá grunnþekkingu í markþjálfun, áhrifaríkum samskiptaleiðum, markmiðasetningu og fleiru.

 • Markþjálfun er tækni sem fólk getur nýtt sér í átt að persónulegum bótum og sigrum, sem og í til betri og hreinni samskipta- án drama, leiðinda og vanlíðunnar.

 • Markþjálfun Life Coaching („lífs þjálfun“) er vinsælt sjálfhsjálpartól um allan heim.

Þátttakendur öðlast sjálfstraust, skýrari sýn, færni til að eiga hreinni og beinni samskipti, getu til að setja mörk og fylgja hjartanu.

Verð fyrir hópa er mismunandi eftir stærð hópar og leiðinni sem farið er.

Hafið samband fyrir frekari upplýsingar: 

Email agusta.coach@gmail.com

Sími 8631475

Skráðu þig á póstlistann

8631475

©2019 by Ágústa Margrét Proudly created with Wix.com

bottom of page