HVAÐ ER Í BOÐI?
Markþjálfun, ráðgjöf og námskeið fyrir einstaklinga og/ eða hópa.
FYRIR HVERJA?
Foreldra og uppalendur (ömmur, afar, ættingjari, kennarar og allir sem vinna með börnum ) sem vilja innilegri tengingu, fleiri gæðstundir, meira öryggi, meiri samvinnu, traust, virðingu, skilning, stjórn og hugarró.
Foreldra og uppalendur sem vilja setja skýr mörk, geta sagt nei- og já- án efa og samviskubits, geta átt góð samskipti án rifrilda, ósættis eða leiðinda og geta notið foreldrahlutverksins í jafnvægi og af öryggi.
Foreldra og uppalendur sem hafa upplifað:
Áhyggjur, hræðslu og kvíða í samskiptum við börn og unglinga.
Fólk sem hugsar:
“ég hefði átt að….” eða “af hverju gerði ég …..”
Fólk sem dvelur í fortíðinni- allt sem þau gerðu “rétt”:
“Af hverju er þetta ekki ennþá svona!”
og allt sem þau gerðu “rangt”:
„Af hverju gerði ég þetta!”
Fólk sem dvelur í framtíð :
“Hvað ef….!“
Fólk sem á erfitt með að vera í nútíð og njóta líðandi stundar.
Streitu, þreytu, orkuleysi og stjórnleysi í samskiptum við börn og unglinga.
Fólk sem segir:
“Bíddu”, “seinna”, “kannski” og “ekki núna” við börnin sín.
Fólks sem horfir til baka og hugsar:
„Ég hefði átt að gera meira/betur/ örðuvísi“
Óæskilega, erfiða og krefjandi hegðun. Fólk sem á börn og/ eða unglinga með hegðunavanda:
„hvað er að barninu mínu!“
„af hverju gerir barnið mitt þetta!“
„af hverju gerir barnið ekki það sem ég bið það um“
„hvernig get ég hjálpað barninu mínu!“ eða
„hver getur hjálpað barninu mínu!“
Óæskilega, erfiða og krefjandi hegðun. Fólk sem á sjálft í hegðunavanda:
„hvað er að mér!“
„af hverju geri ég þetta þetta!“
„hvernig get ég fengið hjálp!“ eða
„hver getur hjálpað mér!“
Að „missa“ sig og „snappa“ á börn og unglinga.
Fólk sem pirrast, reiðist, öskrar, flýr eða annað sem það svo sér eftir, skammast sín eða felur.
Fólk sem sýnir ósjálfráð viðbrögð og hegðun gagnvart sínum nánustu þvert á það sem það vill gera og veit að er betra eða réttara.
Að fá ekki virðingu, skilning og samvinnu frá börnum, unglingum eða sínum nánustu. Fólk sem hugsar og/ eða segir:
„Ég geri allt þetta fyrir þau, og fæ ekkert í staðinn!“
„Þvílíkt vanþakklæti og virðingaleysi gagnvart mér!“
„Ég ætti að hætta að taka til, þvo þvottinn og elda mat, hvað segðu þau þá!“
„Af hverju á ég alltaf að vera að gera mitt besta og vera á fullu ef enginn annar gerir neitt!“
Andleg og líkamleg veikindi. Fólk sem er að takast á við eigin veikindi, vanlíðan, vanmátt, erfiðleika eða annað:
„hvernig get ég séð um bornin mín ef ég get varla séð um mig sjálfa/n“
„verður þetta alltaf svona“
„ég er algjör lúser“
„börnin mín væru betur sett hjá öðrum en mér“
Óvissu og óöryggi. Nýjir eða verðandi foreldrar:
„hvað er að fara að gerast!“
„hvað á ég að gera!“
„get ég þetta!“
„er þetta eðlileg hugsun, tilfinning eða hegðun!“
Ég er 5 barna móðir, dóttir og systir.
Ég hef upplifað alla þessa flokka og get því bæði deilt góðri- og slæmri- reynslu, þekkingu og aðferðum.
Ég get hlustað án þess að dæma, hneikslast eða gera ráð fyrir einhverju.
Það er einlægur ásetningur minn að hafa góð áhrif á líðan foreldra og fólks sem vinnur með börnum og vinna með einstaklingum sem vilja innilegri tengingu, betri samskipti, fleiri gæðstundir, meira öryggi, meiri samvinnu, virðingu, skilning, stjórn og hugarró.
Ef þú vilt ýtarlegri upplýsingar, bóka tíma eða óska eftir námskeiði vinsamlegast hafðu samband:
Sími 8631475
Email agusta.coach@gmail.com
https://www.agustamargret.com/hafa-samband
Verð:
https://www.agustamargret.com/thjonusta-og-verd