top of page

Hugleiðsla Vitinn- framheilinn

Komdu þér vel fyrir þannig að þér líði sem allra best í líkamanum.

Slakaðu á og skoðaðu líkama þinn alveg frá iljum upp að hvirfli, utan frá og innan.

Þvílíkt meistaraverk sem umlykur þig og ber þig áfram alla daga.

Stundum erum við þreytt, stundum streytt, stundum stirð og stundum verkjuð en

líkami okkar hefur ekki yfirgefið okkur eða brugðist okkur.

Líkami okkar er að gera sitt besta og við ætlum að launa honum það með því að koma okkur vel fyrir,

slaka á allri spennu, vera meðvituð um líkamsstöðu okkar og andadrátt.

Við erum hér og nú. Það eru engin verkefni sem við þurfum að leysa akkúrat núna.

Við megum slaka á. Við megum slökkva á öllu og fara í smá ferðalag.

Leggðu hendur á kvið og andaðu djúpt ofan í maga í gegnum nefið. Finndu kviðinn færast út. Andaðu hægt út um munninn. Næst þegar þú dregur andann djúpt inn og finnur dásamlegan blómailm. Það eru blóm allt í kringum þig.

Þú ert komin út í náttúruna. Og þvílíkt undur sem þessi náttúra er.

Sólin skín, þæginlegur ylur umlykur þig, golan er heit og strýkur þér blítt um hörund.

Allt í kringum þig eru litrík blóm sem gefa frá sér einstakan ilm þegar þú andar inn.

Ilmurinn streymir um líkama þinn og gefur þér orku.

Fólk er eins og flóran. Fjölbreytt, fjölhæf og falleg. Þú ert mikilvægur hluti af þessari stórkostlegu flóru.

Þú ert einstakt blóm í blómahafi. Golan bærir blómin fram og til baka. Alveg eins og andadráttur þinn.

Þegar þú andar inn bærast blómin rólega í átt að þér og þegar þú andar út bærast þau frá þér.

Þú finnur orku náttúrunnar flæða um líkama þinn. Þú ert tengd/ur náttúrunni.

 

Þú finnur fyrir ró og segir í huganum „ég er örugg/ur og ég er í friði“

Þú gengur í gegnum blómahafið niður að spegilsléttu hafinu. Í dag er hafið rólegt, það rétt hreyfist við flæðarmálið.

Þú andar inn um leið og smávaxnar báur berast að landi. Þú finnur kraft hafsins flæða um líkama þinn.

Þú ert eins og hafið. Þú gefur og þú þiggur, þú gleður og þú styggur. Þú ert í senn dropi í hafinu og hafið í dropanum.

Þú ert tengd/ur náttúrunni. Þú finnur fyrir ró og segir í huganum „ég er örugg/ur og ég er í friði.

Allt í einu ertu komin inn. Það er myrkur og það er kaldara.

Þú sérð móta fyrir veggjum í kringum þig en sérð hvergi glugga né hurðir. Þú veist ekki hvar þú ert.

Sjálfráð viðbrögð í líkamanum eru að andadrátturinn verður grynnri og óreglulegri. Þú spennist upp. Hugur þinn fer á fullt. Hvað er að gerast? Það kviknar á varnarkerfi líkama þíns sem býr þig sjálfkrafa undir hættu ef það er óvissa.

Varnarkerfið segir okkur að berjast eða forðast, og stundum frjósum við eða missum meðvitund.

Þetta eru viðbrögð líkamans til að vernda okkur.

Þetta er magnað kerfi en það gerir ekki alltaf greinamun á raunverulegri hættu og ímyndun okkar.

Við þurfum að nota innsæi okkar og hugarstjórn til að greina hvað sé raunverulega í gangi og

hvernig við komumst í gegnum það.

Þar sem þú stendur í myrkrinu ákveður þú að ná stjórn.

Þú dregur djúpt andann og segir: „Ég er örugg/ur og það er friður með mér“.

Við þetta fer að létta til og þú sérð að þú ert í litlu hringlaga herbergi. Um leið og þú dregur andann djúpt segir þú í hljóði: „Hvað ætla ég að gera?“ Þá sérðu glitta í þrep. Þú lítur upp, fyrir ofan þig er birta. Þú sérð að það liggur hringstigi meðfram veggjunum upp í birtuna. Neðsta þrepið er mjög óskýrt. Þér sýnist það vera brotið og óöruggt. Þú finnur fyrir efa. Varnarkerfin í líkama þínum reyna að segja þér að það sé kannski bara betra að taka enga áhættu og

vera kyrr í myrkrinu frekar en taka krefjandi áskorun og halda út í óvissu.

Þú sérð birtuna, þú veist af heiminum fyrir utan þetta herbergi. Þar sem litrík blómin ilma og ylja.

Þar sem kraftmikið hafið gefur og gleður. Þú andar djúpt og færir þig nær stiganum. Fyrsta skrefið virðist erfiðast.

Þú efast. Þú efast um stigann og þú efast um þig. Það hindrar þig. Það heldur þér í myrkrinu en birtan togar í þig.

Þú þráir fegurðina og frelsið.

Þú ákveður að hætta að efast og segir: „Ég ætla áfram, ég ætla að bjarga mér“

Við næstu 7 andadrætti færist þú ofar.

 Í hvert sinn sem þú andar inn segir þú í hljóði „inn með birtuna“ og þegar þú andar út segir við: „út með myrkrið“.

Í hvert sinn sem þú dregur andann setur þú annan fótinn meðvitað og örugglega á næsta þrep.

Þú býrð yfir öllu sem þarf til að gera þetta.

Inn með birtuna- út með myrkrið

Inn með birtunu- út með myrkrið

Inn með birtuna- út með myrkrið

Inn með birtunu- út með myrkrið

Inn með birtuna- út með myrkrið

Inn með birtunu- út með myrkrið

Inn með birtuna- út með myrkrið

Þú ert komin upp. Birta og ylur umlykja þig. Þú ert enn í hringlaga herbergi en þetta herbergi er með gluggum allan hringinn. Þú sérð sólina, skýin og sjóinn, fjöllin, fossana og flóruna. Þú sérð allan heiminn.

Þú hefur fullkomna yfirsýn yfir allt sem þú leggur áherslu á. Og mundu að það sem þú leggur áherslu á mun blómstra. Jákvætt verður jákvæðara. Neikvætt verður neikvæðara.

Herbergið sem þú ert í núna er sannkallaður töfrastaður.

Á þessum stað ert þú örugg/ur og getur fylgst með úr fjarlægð án þess að dragast inn í allt sem á vegi þínum verður.

 

Þú fylgist með fugli, hann flýgur frjáls. Frá töfrastaðnum þínum getur þú flogið með honum, fylgt honum um himininn og séð heiminn ofan frá. Þið fljúgið yfir stóran skóg. Þú tekur eftir göngustíg í gegnum skóginn.Víða á stígnum eru stór grjót og fallin tré. Þú hugsar að ef þú værir á stígnum þá þætti þér erfitt að komast yfir þessar hindranir.

En þar sem þú hefur getuna til að meta þetta ofan frá þá sérðu að það eru leiðir í kringum hindranirnar.

Þetta gleður þig og gefur þér öryggi, traust og trú.

Þú heyrir eitthvað og lítur upp. Í fjarska sérðu hval blása lofti og skella sporði við yfirborð sjávarins.

Þú fylgst með honum lyfta sér öllum frá yfirborðinu og skella sér öllum aftur ofan í hafið. Og nú fer hann í kaf.

Frá töfrastað þínum getur þú líka farið í kaf. Þú hefur getuna til að horfa undir yfirborðið. Þú syndir með hvalnum.

Þú skoðar lífið í hafinu, kóralrif, litríka fiska, háhyrninga og jafnvel hákarla. En þú ert örugg/ur.

Það kemur þér á óvart hvað allt er friðsælt á þessum stóra stað sem þú hefur oft óttast.

Þú áttar þig á því að ímynd þín af lífríki neðansjávar var ekki eins og raunveruleikinn.

Þú hugsar að ef þú værir stödd/ staddur sá litlum bát fyrir ofan þetta líf finndir þú fyrir óöryggi og hræðslu.

En þar sem þú hefur getuna til að sjá undir yfirborðið veistu að þú getur leyft þér að sigla á sæ og njóta hafsins án ótta.

Þetta gleður þig og gefur þér öryggi, traust og trú.

Þú finnur ólgu í hafinu. Eitthvað er að breytast. Þú kemur þér á yfirborð sjávarins sem nú hefur breyst frá lygnum sjó í háar öldur. Þú kemur þér upp úr hafinu og fýkur til í harkalegum vindinum. Himnarnir hafa breyst. Það er drungi yfir öllu, óveðurský, eldingar í fjarska, rigning og rok. Þér finnst þú missa stjórnina en dregur andann djúpt og leitar að birtunni. Þú sérð ljós í fjarska. Ljósið kemur úr kringlótta töfraherberginu þínu. Þú andar þig í átt að ljósinu og kemst inn í kringlótta herbergið þar sem þú ert fullkomlega örugg/ur. Þú sérð storminn allt í kringum þig en það er allt í lagi. Þú stjórnar ekki veðrinu, atburðum eða öðru fólki. Þú stjórnar bara viðhorfi þínu til veðursins, atburða og annars fólks.

Þú ert lognið í stormunum sem geysar bæði ytra og innra með þér.

Í dag tekur þú ákvörðun um að fara að ljósinu. Þú ætlar ekki að dvelja í höftum.

Þú ætlar ekki að láta neitt hindra þig. Þú ætlar að finna lausnir og koma þér í birtuna.

Þú ætlar að frelsa sjálfa/ n þig undan óþarfa byrðum og bjargarleysi.

Þú ætlar að bjarga þér.

Nú andar þú þig rólega til baka. Teygir úr þér. Horfir í kringum þig,

Andar birtunni sem sannarlega er í kringum þig að þér.

Það hljómar dásamlega að ætla að lifa í birtu, gleði og gæfu en það er erfiðara að framkvæma það.

Ef það væri auðvelt þá værum við öll þar.

Fyrsta skrefið er oft erfiðast og að haldast á réttri slóð getur líka verið erfitt

því við stýrumst af því sem við erum vön að gera.

Ef þú vilt brjótast úr viðjum vanans, finna þinn rétta farveg í lífinu og lifa bjartara og betra lífi

en átt erfitt með það máttu endilega hafa samband við mig.

Það væri mér sönn ánægja og heiður að fá að aðstoða þig í að finna ljósið þitt.

Markþjálfun er að vissu leiti eins og vitar.

Tilgangurinn er að lýsa fólki leið í þá átt sem hver og einn þarf að fara.

Töfraherbergið er líka táknmynd framheilans, sá hluti heilans sem hefur með

minni, tilfinningar og vitrænar aðgerðir að gera.

 

Líkt og við þurfum að hafa fyrir því að koma okkur upp stigann í vitanum og í átt að

birtu og betra lífi  þurfum við að hafa fyrir því að fara "upp" í framheilann.

Þegar ég er í óró, hugsa, hegða mér eða bregst við einhverju af gömlum vana á skjön við það sem ég

vil og ætla mér þá nýti ég mér öndun og meðvitaða hugsun til að komast í framheilan þar

sem ég hef mun betri yfirsýn og meiri stjórn á því sem ég hugsa og geri.

lighthouse_sunset_1200x630 (1).jpg

Skráðu þig á póstlistann

8631475

©2019 by Ágústa Margrét Proudly created with Wix.com

bottom of page