Search

"Ég beitti sjálfa mig ofbeldi" Samband okkar við okkur sjálf.

Updated: Aug 8, 2021

Pistilinn birtist fyrst á heimasíðu Hæglætishreyfingarinnar www.hæglæti.is:


Þegar barn er lagt við brjóst móður eftir fæðingu fer það fljótlega að fálma eftir fæðu. Færni til að finna geirvörtuna og vitneskjan að það þurfi að sjúga er til staðar hvort sem barnið sýgur svo mjólk eða pela, eða fær nokkra dropa úr glasi eða skeið. Barnið veit að það þarf að sjúga og kyngja til að uppfylla eina af grunnþörfum sínum: að matast. Það er í eðlishvöt okkar til að lifa af.


Síðar æfum við okkur í að halda haus, velta okkur, toga okkur áfram og upp, standa upp, ganga og fleira sem eykur færni okkar og möguleika í lífinu. Þetta geta börn gert án þess að þeim sé sagt að gera það, kennt það eða þeim stýrt í það. Ef þau fá frelsi og tíma til að prófa sig áfram þá mastera þau þessi verk á sínum tíma, á sínum hraða. Stundum með óþreyju en oftast í hæglæti. Að fylgjast með barni prófa sig áfram án afskipta er eitt og sér dásamleg núvitundaræfing o