
Pistilinn birtist fyrst á heimasíðu Hæglætishreyfingarinnar www.hæglæti.is:
Samkvæmt taugasérfræðingum og fleiri sérfræðingum erum við meðvituð um uþb. 5% af vitrænni virkni okkar. Þannig að langflestar ákvarðanir okkar og aðgerðir, tilfinningar og hegðun veltur á 95% af ómeðvitaðri heilastarfsemi, umfram meðvitaða vitund okkar.
Við stöndum, setjumst, göngum, teygjum okkur, klórum okkur og fleira ómeðvitað. Að sama skapi getum við tannburstað okkur, skeint okkur, hámað í okkur heilan hamborgara og drukkið allt of mikið af kaffi án þess að hugsa um það.