Search

Hvíldu þig fyrirfram

Updated: Jul 15, 2021

Pabbi- sem hefur verið sjómaður í um 55 ár var vanur að segja við mig- sem var til sjós í 12 ár að ég þyrfti að hvíla mig "fyrirfram" td. sofa á útstíminu, loka augunum milli netatrossa og sofa á frívaktinni þó ég væri ekki þreytt.


Pabbi vissi að það gætu komið upp allskonar óvæntar uppákomur um borð og betra að vera úthvíldur til að takast á við þær- ekki bara hvílast EFTIR erfið verkefni, heldur líka FYRIR þau.


Við stöndum frammi fyrir alls konar óvæntum og erfiðum verkefnum á hverjum degi núna- jafnvel hverjum klukkutíma.


Heimurinn er að breytast - það er áskorun.


Störf okkar, skólar barnanna okkar, efnahagskerfið, náttúran og annað er að breytast - þ