Search

Við gerum vel þegar við getum

„When you give a dog a name, eventually they will answer to it“ J. Stuart Ablon.


Ef við sjáum börn sem lata, freka, heimska, vitlausa, tilætlunarsama, áhugalausa, vanþakkláta og vonda einstaklinga- vaxa þau upp í það.


Ég þekki mörg dæmi um þetta.


Einstaklingur fer að haga sér eins og nærumhverfið og samfélagið sér hann.

Við erum fljót að dæma:


„ohhh... hún er bara frek“, „hann er bara latur“, „þau bara nenna þessu ekki“

og þar að leiðandi bregðumst við við út frá því.


Við reynum að FÁ börn til að gera það sem er réttara og betra.


Aðferðirnar eru umbunar- og hvatakerfi, refsing, straff, skammakrókur, einvera, verðlaun og svo framvegis.


Og það virkar kannski....


...ef barnið hefur færnina til að gera það sem til er ætlast á þeirri stundu.


„They have the will, but not the skill“ J. Stuart Ablon.


Ef barn hefur ekki færni til vissra verka, þá virka hefðubundin kerfi takmarkað, eða alls ekkert.


Þess vegna eru fleiri og fleiri og fleiri foreldrar algjörlega bugaðir:


„við erum búin að reyna allt- en ekkert virkar“


Sveigjanleiki, umburðarlyndi, lausnamiðun, ákvarðanataka, þakklæti, samkennd og fleira er EKKI meðfætt.


Það er þjálfað, nákvæmlega eins og að ganga, hjóla, synda og lesa.


Sumir byrja að ganga 9 mánaða, aðrir 15 mánaða.

Sumir byrja að hjóla 3 ára, aðrir 12 ára.

Sumir byrja að synda 4 ára, aðrir 65 ára.

Sumir byrja að lesa 5 ára, aðrir 10 ára.


Í dag fá börn sem byrja seint að lesa mun meiri aðstoð en hér áður fyrr þegar börn sem ekki gátu lesið á vissum aldri voru talin heimsk- og trúðu því svo sjálf langt inn í fullorðins árin.


Börn sem skortir færni til að útskýra sig, sýna sveigjanleika og tækla aðstæður þurfa nákvæmlega sama skilning og börn með lestrarörðugleika- þannig að þau fari ekki að trúa því að þau séu löt, tilætlunarsöm, dramatístk, reið eða jafnvel vond.


„Kids do WELL when they CAN“ Dr. Ross Greene.


Vibrögð margra við þessari yfirlýsingu er:


„en hvað ef þau eru bara frek eða löt og ætla bara að fá að ráða“


og sýna því viðbrögð við hegðun barnisins út frá því.


Einu sinni var talið að það væri hægt að berja barn til hlýðni með priki. Við vitum í dag að svo er ekki. Nýleg rannsókn sýndi samt að yfir 80% foreldra í Bandaríkjunum hafa samt lamið börn sín.


Þannig að við erum kannski ekki komin svo langt.


Og hvað varðar andlegt niðurbrot á einstakingum, börnum og fullorðnum, erum við komin enn styttra.


„Ef þú gefur hundi nafn, mun hann að endingu svara því nafni“


Ég var í 10 ár að taka stúdentspróf. Nánast alltaf í nóvember og svo aftur um páska gerðist eitthvað hjá mér þannig að ég fór að sleppa tímum, fresta verkefnum og almennt missa getuna.


Sama hvað ég VILDI ógeðslega mikið klára og standa mig þá GAT ég það ekki. Allavega ekki alltaf.


Svo fór ég í Iðnskólann í Hafnarfirði, fann mitt fag, lærði hönnun og listir og vildi helst vera í skólanum allan sólahringinn. Mér leið eins og ég væri í skemmtilegum sumarbúðum í 2 ár.

SAMT komu dagar sem ég skrópaði, frestaði verkefnum og forðaðist aðstæður.


Áhuginn, löngunin og viljinn voru fyrir hendi en GETAN virtist ekki vera til staðar. Getan til að takast á við öll verkefni, allar aðstæður og alla daga.


Svona er ég enn í dag. Stundum get ég málað allt húsið að utan, borgað reikninga, þrifið húsið, farið með Rauða kross pokana, gert upp óþægileg mál við aðra, mætt eitthvert og gert eitthvað. En suma daga kemst ég ekki fram úr rúminu.


Ástæðurnar eru nokkrar, ég er meðvituð um þetta og hef mínar leiðir til að lifa þrátt fyrir þetta.


Eftir fund með námráðgjafa Iðnskólans, loforð um betrun og úrbót útskrifaðist ég sem stúdent eftir 10 ára hark. Ég var þá komin með yfir 180 einingar (students próf var þá um 140 einingar) og fékk verðlaun fyrir góðan námsárangur í vissum fögum/ verkefnum.


Samt komu dagar sem ég gat ekki mætt í skólann og gat ekki gert vel.


Þá fannst mér ég heimsk og ömurleg- og sú hugsun hefur alltaf fylgt mér.


Ég veit betur í dag og líf mitt snýst að vissu leiti um að endurforrita mig, aðstoða aðra í að endurforrita sig og fyrirbyggja að fleiri þurfi að upplifa sig heimska, lata, vonda eða ömurlega.


„Börn (og fullorðnir) gera vel þegar þau geta“


Og ef/þegar þau gera ekki vel, þá þarf að komast að því af hverju.


Það er ekki gert með skömmum, skömm, refsingu, umbun eða einhverju svoleiðis.


Það þarf að hjálpa börnum (og fullorðnum) að endurforrita sig og gefa þeim færi á að æfa þá lífsfærni sem skortir.


Aðferðir sem ég hef notað á okkar heimili sl. 2 ár er B- leið Dr. Ross Greene:


https://www.youtube.com/watch?v=QTG6kQot3f8


Ég get ekki mælt nógsamlega með bók hans Explosive kids:


https://www.amazon.com/Explosive-Child-Understanding-Frustrated-Chronically/dp/0062270451


Með B leiðinni höfum við bæði FYRIRBYGGT að sonur okkar “springi” OG vitum upp á hár hvernig við getum hjálpað honum að koma sér aftur í stjórn- ef hann missir stjórn á hegðun sinni.


Samband okkar er heilt, það er fallegt, það er fullt af trausti og jafnvægi í stað togstreitu, pirrings og reiði hér áður fyrr.


Megin inntak B leiðarinnar:


· Empathy- samkennd: að safna upplýsingum frá/með barninu til að skilja hvað það er að ganga í gegnum.

· Define the problem- hvert er „vandamálið“: fullorðni aðilinn segir hvað veldur þeim áhyggjum af hegðun/ aðtæðum.

· Invitation/ brain storming step- hugmyndavinna/ lausn: saman er unnið að lausn út frá fyrri skrefum/ vinnu.


Proactive plan B- fyrirfram unnið B: til að fyrirbyggja.

Emergency B- örþrifa B: er gerð í hita leiksins.


Munurinn á að iðka B leiðina ALLTAF, ekki bara þegar aðstæðurnar og hegðunin er ORÐIN óæskileg er svolítið eins og munurinn á að rökræða við ofur ölvi manneskju í „black outi“ frekar þegar runnið er af henni.


Barn í ham veit ekki hvað það er að gera og þarf að finna öryggi, samkennd, frelsi til að koma til baka og að finna að það sé ekki dæmt, „shamed, blamed“ eða annað.


Það er mun auðveldara að sýna samkennd og hlýju ef við hugsum að barnið ráði ekki við sig og að allir geri vel þegar þeir geta.


Hér ótrúlega „spot on“ fyrirlestur um akkúrat þetta frá :


https://www.youtube.com/watch?v=zuoPZkFcLVs&feature=share&fbclid=IwAR3jpa_p20i9TTSXNLohfx1kXdpE7RK4cZEXKR3bAhYROZSdJKJFC6K_b6o


Allra bestu kveðjur

Ágústa Margrét


489 views1 comment

Recent Posts

See All

8631475

©2019 by Ágústa Margrét Proudly created with Wix.com