top of page

Hvaðferðin

Hvað?

60 daga Áskorun sem styður fólk í að skapa sér nýjar venjur út frá þörfum sínum og löngunum, og breyta þannig um lífstíl til langtíma.

 

Hvers vegna?

Oft fer það ekki saman hvað okkur langar að gera, þurfum að gera

og svo það sem við raunverulega gerum.

 

Ef þú hugsar stundum að þú vildir hafa matarræði, hreyfingu,

samskipti, svefn, hvíld, áhugamál, umhverfi eða annað öðruvísi,

en samt breytist ekkert þá er þetta námskeið fyrir þig.

 

Hvernig?

  • 4 einstaklings og/ eða hópa markþjálfunartímar á 60 daga tímabili.

  • 80 blaðsíðna verkefnabók sem styður þau sem taka áskoruninni í að öðlast skýra sýn á það hvað þau þurfa og þrá, skipuleggja líf sitt og skuldbinda sig í 60 daga. Hún veitir aðhald og hvatningu.

  • Hvatning og stuðningur á öllum 60 dögunum.

 

Hvenær?

Þú getur byrjað hvenær sem er en þú verður að vera raunverulega tilbúin/n að skuldbinda þig í lágmark 30-60 mínútna sjálfsvinnu á hverjum degi í 60 daga.

 

Það hljómar kannski óyfirtíganlegt en að breyta venjum tekur tíma. Þú veist líklega innst inn að það gerist ekki sjálfkrafa, það gerist ekki í janúar, á mánudaginn eða á morgun. Það gerist bara um leið og þú ákveðar að láta það gerast og lætur ekkert stoppar þig.

 

Fyrsta daginn þarf að kafa djúpt í þarfir, langanir og lausnir, næstu 20 daga þar á eftir þarf að innleiða nýjar venjur og/ eða taka út gamlar venjur. 40 daga þar á eftir er venjunum viðhaldið. Sjáðu fyrir þér hvernig þér líður og hvernig lífið er eftir 60 daga.

 

Hver?

Þú er sérfræðingurinn í sjálfum/sjálfri þér. Þú veist þínar innstu þrár, þarfir og langanir. En þú gætir þurft aðstoð við að finna þær. Bókin er frábært hjálpartæki til þess. En þú þarft líka hvetjara, fólk sem veit hvað þú ætlar að gera og hvetur þig áfram: styður þig þegar á móti blæs og fangar með þér þegar vel gengur.

 

Ef þú byrjar núna og setur raunverulega í forgang að gera þær breytingar sem þú vilt og/ eða þarft þá verður þú á allt öðrum og betri stað eftir 60 daga.

Bóka frían 30 mínútna kynningartíma:

 

Kaupa stakan tíma og bók á 12.900

 

Kaupa heilt námskeið:

4 tímar, bók, lokaður stuðnignshópur,

hvatning og eftirfylgni í 60 daga á 28.380 kr.  

4_edited.png
Auglýsing um verkefnabók_edited.jpg
3_edited.jpg
6_edited.jpg
4_edited.jpg
5_edited.jpg
bottom of page