top of page

Markþjálfun er samtalsaðferð þar sem markþjálfi beitir virkri hlustun, endurspeglun og öflugum spurningum

til þess að styðja og aðstoða viðskiptavini áfram í því sem þeir þurfa, þrá og langar að gera. 

Markþjálfun er áragnursrík leið til að:

• finna lífsgildi, langanir og þarfir.

• kanna möguleika og tækifæri.

• finna og forgangsraða markmiðum.

• rýna í hindranir, óleyst verk og ókláruð mál.

• hanna eigin slóð að eigin markmiðum.

• hámarka árangur, gæðastundir og lífsgleði.

• losa sig við óþarfa og óþægindi úr lífinu. 
 
Markþjálfun er EKKI:

•Bein ráðgjöf, sálfræðiþjónusta, greining á einstaklingi eða stöðu, né annað þess háttar.

• Skyndilausn, kúr, meðferð, aðgerð né annað þessháttar.

• Leið til að komast áfram með lágmarks vinnu og áreynslu. 
 
Markþjálfi (ég):

• Hlustar af athygli án þess að draga ályktanir eða dæma.

• Spyr spurninga sem leiða til framþróunar og fjölgar möguleikunum sem úr er að velja og vinna.

• Býður upp á verkefni sem gætu hentað markþega í sjálfsvinnu sinni.

• Hvetur markþega áfram í því sem hann ákveður að gera.

•„Þjálfar“ markþegann með samtölum, spurningum og æfingum svo markþeginn nái sínum markmiðum í persónulega lífinu, tengt fjölskyldu, fjármálum, frelsi, ferðalögum, í starfi, námi, heilsu, hamingju eða öðru á svipaðan hátt og „íþróttaþjálfari“ þjálfar skjólstæðing sinn í að ná tilsettum árangri í lyftingum, hlaupi, sundi, fótbolta og öðrum líkamlegum æfingum. 
 
Markþjálfi er ekki:

• Sálfræðingur

• Geðlæknir

• Ráðgjafi

• Leiðbeinandi/mentor 

Ágústa Margrét bíður einnig upp á sérhæfða ráðgjöf og leiðsögn í sérstökum uppeldis aðferðum og rekstri sé þess óskað.

Markþegi (viðskiptavinurinn):

• Er sérfræðingurinn í sínu lífi.

• Hefur getuna og máttinn til að láta hlutina gerast í sínu lífi.

• Ákveður viðfangsefnið, kafar djúpt inn á við og finnur sína réttu leið á sínum rétta hraða með aðstoð markþjálfa.

• Er sá eini sem getur náð sínum eigin markmiðum.

• Gerir sér grein fyrir að hann gæti þurft aðstoð við að finna, forgangsraða og ná markmiðum sínum og er tilbúinn til samstarfs við markþjálfa og leggja á sig þá vinnu sem þarf.

• Öðlast meiri sjálfsþekkingu, sjálfsöryggi og ánægju í lífinu í því ferli sem hann fer í gegnum í markþjálfun. 
 
Hvernig fer markþjálfun fram:

• Markþjálfi og markþegi hittast á tilgreindum tíma á fyrirfram ákveðnum stað (t.d. stofu markþjálfa) og/eða í gegnum tölvu og/ eða síma. • Markþegi ákveður umræðuefni hvers tíma.

• Markþjálfi hlustar og leiðir samtalið í átt að þeim ávinningi sem áætlaður er.

• Bestur árangur næst með reglulegum samtölum.

• Milli samtala fær markþegi mjög líklega verkefni heim með sér sem hann sjálfur ákveður, með aðstoð markþjálfa, og treystir sér til. 
 
Markþjálfun er mjög líklega eitthvað fyrir þig ef þú vilt:

• Ná fram því besta í sjálfum þér.

• Átta þig á lífsgildum, löngunum og þörfum.

• Lifa innihaldsríkara, hamingjuríkara og heilbrigðara lífa.

• Skilgreina, finna og/eða forgangsraða markmiðum þínum.

• Ná markmiðum þínum, upplifa drauma þína og njóta leiðarinnar að þeim.

• Fá meira jafnvægi og skipulag í líf þitt.

• Bæta samskiptahæfni þína.

• Auka lífsgæði og upplifa gæðastundir.

• Eiga meiri frítíma, tíma með ástvinum og tíma með sjálfum þér/sjálfri þér.

• Þjálfa og styrkleika þína og stöðu.

• Takast á við veikleika þína, vandamál og verkefni.

• Takast á við tímamót, breytingar, krossgötur eða annað.

• Ná betri andlegri og líkamlegri heilsu. 
 

 

1556-80_edited.jpg
Mitt markmid er ad pú náir pínum markmidum_edited.png
bottom of page