Hvaðferðin- ferð til færni
HVAÐFERÐIN stuðlar að því að veita börnum og unglingum tækifæri til þekkja og nýta hæfileika sína, hugmyndir, hugrekki og sköpunarkraft betur.
HVAÐFERÐIN leggur áherslu á valdeflingu og virkni komandi kynslóða sem stuðlar að jákvæðri samfélags- og byggðarþróun, velferð, sjálfbærnivitund, frumkvöðlahugsun, hugrekki og heilbrigðum lífsstíl.
Hugmyndin af HVAÐFERÐINNI kviknaði hjá Ágústu Margréti Arnardóttur þegar hún nam marþjálfun í Háskólanum í Reykjavik árið 2019. Síðan þá hefur hún gefið út hvetjandi og valdeflandi barna- og ungmennatímarit, hvetjandi plaköt, haldið námsekið og fyrirlestra, talað í hlaðvörpum, haldið úti ferðabloggi og fleira sem byggist á öflugum spurningum eins og:
"Hvað vil ég? Hvað þarf ég? Hvað ætla ég að gera?"
Til þess að fanga athygli og áhuga barna og ungmenna og kenna þeim öflugar aðferðir markþjálfunnar á skemmtilegan og frumlegan hátt skapaði Ágústa Margrét fimm ævintýra verur sem aðstoða barn við að finna lausnir á vandamálum sínum.
Ólíkt flestum öðrum ofurhetjum eins og td. Draugabönunum, Spiderman, Hvolpasveit og riddaranum á hvíta hestinum, sem allt eru utanaðkomandi bjargvættir, búa þessar fimm verur innra með okkur og eru í raun innsæjið okkar.
Í nóvember 2023 voru fyrstu námskeið "Hvaðferðarinnar" haldin á Djúpavogi og Egilsstöðum og í byrjun árs 2024 verða þau haldin á Borgarfirði og Seyðisfirði í boði Múlaþings sem styrkir námskeiðshald og hluta að myndskreytingu bókar sem tengjast námskeiðinu.
Eftir það er stefnan að halda námskeiðin víða og ná til allra barna í landinu.
Hvað-ferðin sem einnig stendur fyrir Hv-aðferðin er öflug aðferð byggð á markþjálfun sem leiðir einstaklinga til þess að finna lausnir og leiðir, taka vel ígrundaðar ákvarðanir, bera ábyrgð á eigin gjörðum og ná árangri:
Hvað ætla ég að gera, hvers vegna, hvernig, hvenær og hverjir koma að því.
Ein stærsta vá okkar tíma er aukin vanlíða og vanmáttur barna og unglinga. Samfélagsmiðlar, óraunhæfar fyrirmyndir, stanslaust áreiti sem segir hvernig þú átt að vera, hvað þú átt að gera, hvað þú átt að eiga. Þetta og fleira veldur því að einstaklingar tapa innsæinu, sjálfsmyndin brenglast og raunveruleikinn verður vonbrigði.
HVAÐ er andsvar við þessu og stuðlar að uppbyggingu barna og unglinga innanfrá út frá þeirra raunverulegu þörfum og löngunum.