Ágústa Margrét er menntaður markþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík, hún útskrifaðist sem súdent af
listnámsbraut, hönnunarsviði frá Iðnskólanum í Hafnarfirði og nam skó- og fylgihluta hönnun
í IED í Róm. Auk þess hefur hún tekið 1 önn í fíkniráðgjöf frá Símenntun á Akureyri/ SÁÁ
og ótal mörg og fjölbreytt námskeið hérlendis og erlendis.
Ágústa Margrét rak sitt eigið hönnunar- og framleiðslufyrirtæki árin 2007-2017 með áherslu
á tískuvörur úr íslenskum hráefnum en síðan þá hefur hún lagt áherslu á manbætandi sköpun
með markþjálfun, hvetjandi fyrirlestrum, námskeiðum og eflandi efni. Meðal þess sem hún hefur
gefið framleitt er hvetjandi tímarit fyrir börn og ungmenni og valdeflandi veggspjöld.
Ágústa Margrét starfaði sem mannauðsstjóri í 3 ár, meðal verkefna var velferð og vellíðan starfsfólks,
starfsmannaviðtöl, stefnumótun, upplýsingaflæði ráðningar, ýmiskonar hópefli og fleira.
Ágústa Margrét hefur starfað með börnum í skólum og tómstundastarfi.
"Að þekkja þarfir, sínar langanir, væntingar og vonir er lykill af betra lífi.
Að vera með skýr gildi, skýra sýn og ákveðna stefnu að raunverulegum markmiðum og framfylgja
þeirri stefnu að heilindum, hugsjónum og heilbrigði veitir fólki frelsi, tíma, orku, hugarró og jafnvægi.
Ég hef margoft misst sjónar af raunverulegum gildum mínum, markmiðum og draumum.
Ég hef týnt þörfum mínum og löngunum í amstri dagsins, lúffað þeim fyrir
þörfum og löngunum annarra, og hjakkast áfram af gömlum venjum.
Ég hef staðið á krossgötum og verið á villigötum oftar en ég get talið upp eða hef kært mig
um, en hvert einasta skref sem ég hef tekið hefur komið mér á þann stað sem ég er í dag.
Áhugi minn á markþjálfun og að vinna með öðru fólki á jákvæðan og uppbyggilegan
hátt hefur vaxið jafnt og þétt samhliða minni sjálfsvinnu og leiddi sá áhugi mig til
náms og starfa sem markþjálfi, sem er mjög ólíkt öllu öðru sem ég hef áður
fengist við og ég trúi að öll sú reynsla sem ég bý yfir nýtist mér vel á þessum vettvangi.
Í byrjun árs 2017 urðu kaflaskil hjá mér þegar ég gerði mér grein fyrir
að ég væri ekki að upplifa það sem ég hafði alltaf ætlað mér, td. að
ferðast með börnin mín, læra og upplifa nýja hluti og vera í mínu besta
mögulega formi. Ómeðvitað var ég sjálf búin að koma upp allskonar
hindrunum og ég flaut einhvernveginn bara með straumnum
ómeðvituð og ósátt við ýmislegt.
Ég ákvað að gera breytingar og ég gerði þær.
Ef ég get það- þá getur þú það
Það er einlægur áhugi minn að aðstoða og hvetja annað fólk
áfram í sinni vinnu að sínum markmiðum út frá sínum þörfum,
löngunum og lífsgildum, hvort sem þau snúa að persónulega
lífinu, starfsframa, menntun eða öðru.