Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga
Skemmtilegt skapandi leiklistarnámskeið þar sem þátttakendur fá tækifæri til að fara út fyrir kassann, læra og prófa nýja hluti sem krefjast hugrekkis og sjálfsöryggis, vinna sjálfstætt og í hópum, og kynnast ferlinu að setja upp leikverk frá a-ö.
Námskeiðið stuðlar að því að veita börnum og unglingum tækifæri til þekkja og nýta hæfileika sína, hugmyndir, hugrekki, styrkleika og sköpunarkraft betur.
Á námskeiðinu fá þátttakendur meðal annars að spreyta sig á:
•Leiklestri, handritagerð og spuna.
•Uppsetningu leikverks og að setja upp sýningar.
•Leikmynda- og búningagerð.
•Mismunandi tjáningaformi, líkams- og raddbeitingu.
Næsta námskeið verður kennt í Vöruhúsinu á Hornafirði þriðjudaga kl. 16:30-18:00 frá 17. sept. til 30. nóv. Frí í vetrarfríi (þri. 12. nóvember).
Kennt 3 laugardaga (12. október, 23. og 30. nóvember).
Takmarkaður þátttöku fjöldi.
Innifalið: námskeið, verkefnabók, efniviður í búninga og leikmynd, ávextir á laugardags æfingum og veitingar í frumsýningapartýi. Námskeiðið hentar öllum, byrjendum jafnt þeim sem hafa einhverja reynslu af leiklist.
Alls 26 klst. af fræðslu og fjöri. Verð 26.000 kr.
Skráning í gegnum Sportabler
Kennari Ágústa Margrét Arnardóttir.
Ágústa Margrét er menntaður markþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík, hún útskrifaðist sem súdent af listnámsbraut, hönnunarsviði frá Iðnskólanum í Hafnarfirði og nam skó- og fylgihluta hönnun í IED í Róm. Auk þess hefur hún tekið 1 önn í fíkniráðgjöf frá Símenntun á Akureyri/ SÁÁ og ótal mörg og fjölbreytt námskeið.
Ágústa Margrét rak sitt eigið hönnunar- og framleiðslufyrirtæki árin 2007-2017 með áherslu á tískuvörur úr íslenskum hráefnum en síðan þá hefur hún lagt áherslu á manbætandi sköpun með markþjálfun, hvetjandi fyrirlestrum, námskeiðum og eflandi efni. Meðal þess sem hún hefur gefið framleitt er hvetjandi tímarit fyrir börn og ungmenni og valdeflandi veggspjöld.
Ágústa Margrét starfaði sem mannauðsstjóri í 3 ár, meðal verkefna var velferð og vellíðan starfsfólks, starfsmannaviðtöl, stefnumótun, innleiðing jafnlaunavottunnar, ráðningar og uppsagnir, ýmiskonar hópefli og fleira.
Ágústa Margrét hefur starfað með börnum í skólum og tómstundastarfi.