top of page

Endurnæring og uppbygging á Tenerife

Kvennaferð 1.-6. Febrúar 2024

Fullkomið jafnvægi milli slökunar, sköpunar,

skemmtunar og skemmtilegra hreyfinga

248718625_282938690367193_2787273692946223159_n.jpg

Staðsetning:

Gist er á hinu glæsilega Barcelo Tenerife 5 stjörnu hóteli á rólegum og þægilegum stað við steinaströnd, strandbæ og góðum gönguleiðum. Hótelið er staðsett í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá flugvelli suður Tenerife og 10 mínútna akstursfjarlægð frá

Amerísku ströndinni og Ziam verslunarmiðstöðinni.

 

Hótelið býður upp á ótrúlega bragðgóða, fjölbreytta og heilnæma fæðu sem hentar fólki með óþol, ofnæmi, grænmetisætum, kjötætum og öðrum. Þjónustustig er mjög hátt.

Innifalið:

• Gisting í rúmgóðum tveggja manna herbergjum, öll með stórum og þægilegum rúmum, baðherbergi með baði og sturtu, sófa, góðu skápaplássi og svölum/ verönd.

• Morgunverðar- og kvöldverðar hlaðborð. Nýtt þema á kvöldhlaðborðum öll kvöld

• Markþjálfun, hvatning, sköpun, slökun, liðleika- og styrktaræfingar með Ágústu Margréti Arnardóttir markþjálfa, barre kennara og hönnuði- 2 klst. á dag.

• Sundleikfimi, dans, aðgangur að líkamsræktarsal, blak- og tennisvelli,

klifurvegg og skipulagðri kvöld dagskrá á hótelinu.

• Ferðir til og frá hóteli.

 

Mikið er lagt upp úr þægilegu streitulausu flæði og persónulegum rými hverrar konu.

Hver og ein gerir sitt á sínum hraða og eftir sínu innsæji.

barcelo-tenerife.jpg
336883975_224201210131455_6499151086010966383_n.jpg

Ávinningur ferðar:

• Aukin sjálfsþekking, sjálfsöryggi og sterkari sjálfsmynd.

• Aukin þekking og færni til að takast á við fjölbreytt verkefni.

• Aukin orka, hugarró, styrkur, liðleiki og hreysti.

• Ný tengsl og sambönd.

 

Ekki innifalið:

• Flug (á þessum dagsetningum er hægt að fá flug frá 40.000 kr. báðar leiðir)

• Nudd, bretta jóga (paddle yoga), vatna æfingar (aqua gym), sequway ferð, kayak ferðir, einkatímar í pilates og fleira sem hótelið býður upp á gegn gjaldi.

• Drykkir með kvöldmáltið, millimál og aðrir drykkir.

Bóka þarf í ferð fyrir 15. Janúar með 20.000 kr. staðfestingargjaldi

með millifærslu eða í gegnum paypal.

 

Gisting er greidd við komu á hótelið.

 

Hver og ein pantar flug sjálf en getur fengið aðstoð og mælt er með

því að reyna að bóka í sem fyrst og í allar í sama flug.

 

Verð 120.000 kr.

Skráning og nánari upplýsingar á agusta.coach@gmail.com og í síma 8631475

og hér:

325497038_1393029118184673_4239981814406962920_n.jpg

Dagskrá:

Birt með fyrirvara um smávægilegar breytingar.

Ekki er gerð krafa að konur mæti í allt í dagskránni, hún er meira til viðmiðunar.

Fimmtudagur 1. Febrúar

  • 07:00- Mæting á Keflavíkurflugvöll, hópur hittist og kynnist.

  • 08:30- Farið að hliði.

  • 09:10- Farið í loftið.

  • 14:50- Lent á Tenerife suður, leigubíll að hóteli.

  • 16:00- Tékkað inn á hótel, komið sér fyrir í herbergjum.

  • 17:30- Gengið um hótel svæðið: kynning á aðstæðum, afþreyingu og fleira.

  • 18:00- Sjálfsrækt/markþjálfun með Ágústu Margréti

  • 18:30- Matur og hópefli.

Föstudagur 2. Febrúar

  • 07:30-10:30- Morgunverður og frjálst.

  • 11:00- Teygjur á Placa Area

  • 12:00- Sundleikfimi

  • 13:00- Frjálst

  • 15:00- Sjálfsrækt/markþjálfun með Ágústu Margréti

  • 16:00- Örnámskeið á Plaza- Barraquito workshop (gæti breyst) ((Barraquito er sérstakur kaffidrykkur, mjög vinsæll á Tenerife))

  • 17:00- Frjálst/ sköpun með Ágústu Margréti

  • 18:30- Matur og hópefli

  • 21:30- Kvöldskemmtun Elton John tribute (gæti breyst)

Laugardagur 3. Febrúar

  • 07:30-10:30- Morgunverður og frjálst.

  • 11:00- Sundlauga-súluleikfimi (Hidrofitpole)

  • 12:30- Gönguferð um náttúrusvæðið hjá hótelinu, endað á öflugum teygjum með Ágústu Margréti

  • 14:00- frjálst

  • 16:00- Örnámskeið á Placa- Mojito masterclass (gæti breyst)

  • 17:00- Sjálfsrækt/ markþjálfun með Ágústu Margréti

  • 18:30- Matur og hópefli

  • 21:30- Kvöldskemmtun Loftfimleikar (gæti breyst)

Sunnudagur 4. Febrúar

  • 07:30-10:30- Morgunverður og frjálst.

  • 11:00- Pilates á Plaza Area

  • 12:00- Sundleikfimi

  • 13:00- Frjálst

  • 15:00- Sjálfsrækt/ markþjálfun með Ágústu Margréti

  • 16:00- Örnámskeið á Placa- Kanarísk eftirréttagerð (gæti breyst)

  • 17:00- Frjálst/ sköpun með Ágústu Margréti

  • 18:30- Matur og hópefli

  • 22:00- Kvöldskemmtun The soul brothers, lifandi tónlist (gæti breyst)

Mánudagur 5. Febrúar

  • 07:30-10:30- Morgunverður og frjálst.

  • 11:00- Teygjur- Plaza area

  • 12:00- Sundleikfimi

  • 13:00- Frjálst/ sköpun með Ágústu Margréti

  • 15:00- Sjálfsrækt/ markþjálfun með Ágústu Margréti

  • 16:00- Gönguferð um gamlabæinn

  • 18:30- Matur og hópefli

  • 22:00- Kvöldskemmtun Barry White Tribute, tónlist (gæti breyst)

Þriðjudagur 6. febrúar

  • 07:30-10:30- Morgunverður og frjálst.

  • 10:30- Pakka niður/ frjálst.

  • 11:00- Pilates/ frjálst.

  • 12:00- Skila herbergjum og skrá út

  • 12:30- Farið á völlinn með leigubíl

  • 14:20- Farið að hliði

  • 15:50- Flogið heim

  • 21:35- Lent á Íslandi, kveðjustund.

bottom of page