top of page

Ágústa Margrét Arnardóttir

Að vera með göfug og góð lífsgildi, skýra sýn og stefnu að raunverulegum markmiðum sínum og

framfylgja þeirri stefnu að heilindum, hugsjónum og heilbrigði veitir fólki frelsi, tíma, orku, hugarró og jafnvægi.

 

Ég hef margoft misst sjónar af raunverulegum gildum mínum, markmiðum og draumum.

Ég hef staðið á krossgötum og verið á villigötum oftar en ég get talið upp eða hef kært mig um,

en hvert einasta skref sem ég hef tekið hefur komið mér á þann stað sem ég er í dag.

 

Áhugi minn á markþjálfun og að vinna með öðru fólki á jákvæðan og uppbyggilegan hátt hefur vaxið jafnt og þétt

samhliða minni sjálfsvinnu og leiddi sá áhugi mig til náms og starfa sem markþjálfi, sem er mjög ólíkt öllu öðru

sem ég hef áður fengist við en ég trúi að öll sú reynsla sem ég bý yfir nýtist mér vel á þessum vettvangi.

 

Í byrjun árs 2017 urðu kaflaskil hjá mér þegar ég gerði mér grein fyrir að ég væri ekki að upplifa það sem ég hafði alltaf ætlað mér, td. að ferðast með börnin mín, læra og upplifa nýja hluti og vera í mínu besta mögulega formi. Ómeðvitað var ég sjálf búin að koma upp allskonar hindrunum og ég flaut einhvernveginn bara með straumnum ómeðvitað og ósátt við ýmislegt.

 

Ég ákvað að gera breytingar og ég gerði þær. Frá því í mars 2018 höfum við verið erlendis á flakki með börnin okkar 5,

á aldrinum 2-13 ára, í 16 vikur og heimsótt alls 16 lönd. Þetta var gríðaleg áskorun á allan hátt en

þetta var alltaf minn draumur og rættist ekki fyrr en ég hætti að láta mig bara dreyma og fór að gera.

 

"Ef ég get það- þá getur þú það"

Að vera meðvitaður, í jafnvægi, sjálfsöruggur, sterk/ur andlega, virkur í lífinu, í tengingu við sjálfan sig og ástvini og muna alla daga að setja heilbrigði, heilindi og hugarró ofarlega á forgangslistann eykur líkurnar á hamingju og góðri andlegri og líkamlegri heilsu.

 

Það er einlægur áhugi minn að aðstoða og hvetja annað fólk áfram í sinni vinnu að sínum markmiðum út frá

sínum lífsgildum, hvort sem þau snúa að persónulega lífinu, starfsframa, menntun eða öðru.

 

Ég er á þeirri skoðun að lengi ber að fyrstu gerð og að frumbernskan og árin frá fæðingu til tvítugs séu þau allra mikilvægustu í mótun manneskju. Það hvernig barn lifir, lærir og tileinkar sér venjur og lífsgildi mun fylgja því alla tíð og gera því kleift á auðveldari hátt að takast á við þau fjölbreyttu, og oft á tíðum erfiðu, verkefni sem bíða þeirra í lífinu. Enginn ætti að vanmeta þær þá vanlíðu, áhyggjur, kvíða og streitu sem börn hafa því fyrir þeim eru þetta stóru málin, og það ber að virða og vinna með.

 

Það er því einnig innilegur áhugi minn að vinna með foreldrum, börnum og þeim sem vinna með börnum

sem vilja finna frið, ró, öryggi, sátt, bætt samskipti og samvinnu í fjölskyldunni,

eiga meiri og betri gæðastundirog standa sterkari sem heild og sem einstaklingar.

 

"Vertu það sem þú vilt sjá í öðrum"

Ágústa Margrét í gegnum tíðina

bottom of page