Að vera með göfug og góð lífsgildi, skýra sýn og stefnu að raunverulegum markmiðum sínum og framfylgja þeirri stefnu að heilindum, hugsjónum og heilbrigði veitir fólki frelsi, tíma, orku, hugarró og jafnvægi.
Ég hef margoft misst sjónar af raunverulegum gildum mínum, markmiðum og draumum. Ég hef staðið á krossgötum og verið á villigötum oftar en ég get talið upp eða hef kært mig um, en hvert einasta skref sem ég hef tekið hefur komið mér á þann stað sem ég er í dag.
Áhugi minn á markþjálfun og að vinna með öðru fólki á jákvæðan og uppbyggilegan hátt hefur vaxið jafnt og þétt samhliða minni sjálfsvinnu og leiddi sá áhugi mig til náms og starfa sem markþjálfi, sem er mjög ólíkt öllu öðru sem ég hef áður fengist við en ég trúi að öll sú reynsla
sem ég bý yfir nýtist mér vel á þessum vettvangi.

Þjónusta
Fjölbreytt þjónusta fyrir einstaklinga, fjölskyldur, vinnustaði og aðra hópa.

Einstaklingar
Hvað vilt þú?
Hvað þarft þú?
Hvað ætlar þú að gera?
60 mínútna samtal sem styður einstaklinga í átt að skýrri sýn, markmiðum og árangri.

Pör og fjölskyldur
Hvað vilja einstaklingarnir í þínu sambandi?
Hvað þurfa einstaklingarnir í þínu sambandi?
Hvað ætlar þú og þitt nánasta fólk að gera?
60 mínútna samtöl og/eða vinnutofur sem styðja pör og fjölskyldur í átt að samstillingu, sameiginlegum markmiðum og árangri.

Vinnustaðir og hópar
Hvað vil þinn vinnustaður?
Hvað þarf þinn vinnustaður?
Hvað ætlar þinn vinnustaður að gera?
Einstaklings og/eða hópa samtöl,
vinnutofur og fleira sem styðja vinnustaði í átt að samstillingu, sameiginlegum markmiðum og árangri.