

Hugarrækt er jafn mikilvæg og líkamsrækt.
Bestur árangur næst með daglegum æfingum og þjálfun.
Þó að við séum fær um að hreyfa okkur er ekki þar með sagt
að við séum með gott þol, þrek, liðleika, styrk og orku.
Og þó að við séum fær um að hugsa er ekki þar með sagt
að við þekkjum okkar þrár og þarfir, séum meðvituð eða
séum að lifa því lífi sem við raunverulega vonumst eftir.
Líkt og einkaþjálfari sem styður fólk í að komast í betra
líkamlegt form styð ég fólk í að komast í betra andlegt form.
Ég get aðstoðað þig í að finna
hvað þú þarft og hvað þú þráir
og hjálpað þér að komast áfram
Að vera til staðar


"Ég hef margoft misst sjónar af raunverulegum
gildum mínum, markmiðum og draumum.
Ég hef staðið á krossgötum og verið á villigötum
oftar en ég get talið upp eða hef kært mig um,
en hvert einasta skref sem ég hef tekið hefur
komið mér á þann stað sem ég er í dag.
Áhugi minn á markþjálfun og að vinna með öðru fólki á jákvæðan og uppbyggilegan hátt hefur vaxið jafnt og þétt
samhliða minni sjálfsvinnu og leiddi sá áhugi mig til náms
og starfa sem markþjálfi, sem er mjög ólíkt öllu öðru
sem ég hef áður fengist við en ég trúi að öll sú reynsla
sem ég bý yfir nýtist mér vel á þessum vettvangi"

8631475
©2019 by Ágústa Margrét Proudly created with Wix.com